Umhverfisstefna

Stefna Geisla er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og er framtíðarmarkmið fyrirtækisins að framleiða gjafavörurnar og módel leikföngin úr innlendum plötum úr iðnaðarhampi, í stað innflutts birkikrossviðar.

Markmiðið er að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi fyrirtækisins í lágmarki og leitast við að hafa sem jákvæðust áhrif á umhverfi og samfélag hvað varðar vöruval, þjónustu og þau skilaboð sem eigendurnir senda frá sér í lífi og starfi.

Gjafavörurnar og módel leikföngin eru framleidd úr náttúrulegum hráefnum; fyrst og fremst birkikrossviði úr sjálfbærum skógum í Skandinavíu.

Vörurnar eru allar framleiddar á verkstæðinu í Gautavík og eru léttar og fyrirferðalitlar. Þær pakkast flatar og eru í einföldum pappírsumbúðum. Sendingar til viðskiptavina taka því lágmarks pláss og vigt. Af þessu leiðir að vistspor þeirra frá framleiðslu til afhendingar er í lágmarki

Endurnýtanlegur úrgangur er flokkaður og skilað til endurnýtingar og spilliefnum skilað til viðurkenndra móttökuaðila.

Eigendurnir leitast við að eiga viðskipti við fyrirtæki sem selja umhverfisvænar vörur og eru umhverfisvottuð og leggja allt kapp á að lifa sem vistvænustu lífi og stuðla að sjálfbærara samfélagi.

Geislar Gautavík ehf.

Gautavík, Berufirði
766 Djúpavogi
Sími: 777 6190 (Pálmi)
Sími: 869 7411 (Oddný)

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kt. 680212-1630
Reikn.nr. 0111-26-290212